Samnorræn jólastund í Heiðmörk
Laugardagur, 25. nóvember 2017 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri felldi Oslóartréð á skógræktarsvæði Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk í morgun. Um er að ræða 12,5 metra hátt sitkagrenitré og þegar búið var að telja árhringina kom í ljós að það er um það bil 48 ára gamalt. Tréð verður sett upp á Austurvelli og jólaljósin tendruð á…