Fræðsluverkefnið Skógarnytjar hófst sem samstarf Skógræktarfélags Reykjavíkur og Tækniskólans um vettvangsnám í Heiðmörk, vorið 2021. Undanfarin ár hefur félagið tekið á móti nemendum, einkum í trésmíði og hönnuð, og veitt fræðslu um viðarvinnslu, skógrækt og umhverfismál.

Skógar eru ört vaxandi og tiltölulega ný auðlind á Íslandi. Timbur sem þar verður til er vistvænn og endurnýjanlegur efniviður sem allt bendir til að verði sífellt mikilvægari á næstu árum og áratugum. Gríðarleg þróun og nýsköpun er að eiga sér stað í nýtingu timburs í allt frá húsgögnum til háhýsa. Með verkefninu Skógarnytjar er leitast við að byggja upp þekkingu og þróa innlenda viðarvinnslu, með því að að bjóða nemendum í greinum á borð við húsgagnasmíði, arkitektúr og hönnun upp á vettvangskennslu í Heiðmörk. Þar geta nemendur kynnst efniviðnum og framleiðslu hans frá fræi til fjalar.

Verkefnið fékk styrk úr Þróunarsjóði námsgagna, árið 2022, til að útbúa kennslugögn. Hjálpargögn fyrir móttöku nemenda hafa verið útbúin, sem og fyrirlestur og fræðslumyndband sem eru aðgengileg hér á þessari síðu.

Kennslugögnin ættu að nýtast nemendum í þeim greinum sem nefndar eru hér að framan. En vonandi líka áhugafólki og öðrum gestum og nemendahópum.

Fyrirlestur um skógrækt og viðarnytjar

Skógarnytjar_fyrirlestur

Í fræðslumyndinni Skógarnytjar. Skógrækt, umhverfi og loftslagsmál, er stuðst við eftirfarandi heimildir:

Arnór Snorrason og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir (2017). „Áhrif fjórföldunar nýskógræktar á Íslandi á losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda.“ Ársrit Skógræktarinnar. Bls. 56-61. https://www.skogur.is/is/nyskograekt/fraedsluefni/skogarkolefni/ahrif-fjorfoldunar-nyskograektar-a-islandi-a-losun-og-bindingu-grodurhusloftegunda

Caroline Brogan. Imperial College London (2021). Best ways to cut carbon emissions from the cement industry explored. https://www.imperial.ac.uk/news/221654/best-ways-carbon-emissions-from-cement/

Jón Guðmundsson (2016). Greining á losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum landbúnaði. Landbúnaðarháskóli Íslands. s. 42. https://www.stjornarradid.is/media/umhverfisraduneyti-media/media/PDF_skrar/Greining-a-losun-grodurhusa-vegna-landbunadar_161012JG_okt.pdf

Kolviður (2020). Kolviður – sjóður. Lýsing á verklagi. https://kolvidur.is/wp-content/uploads/2020/04/VerklagKolvidar.pdf