Fréttir

Frábært gönguskíðafæri í Heiðmörk

Aðstæður fyrir gönguskíðafólk hafa verið með besta móti í Heiðmörk undanfarið. Það lítur út fyrir að færið verði áfram gott fram að helgi, hið minnsta.

Nú er tvöfalt spor allan Hjallahringinn og tengileiðina frá Elliðavatnsbænum. Færi að bílastæðunum þar er gott. Einnig er hægt að leggja við Helluvatn, rétt eftir að komið er yfir brúna. Eftir afleggjarann að Elliðavatnsbænum er Heiðmerkurvegur hins vegar lokaður, vegna vatnsverndarsjónarmiða.

Tengileiðin að Hjallahringnum er 2,5 km hvor leið en hringirnir eru síðan 4 eða 8 km langir. Það er því hægt að velja ýmsar leiðir, allt að 13 km langar. Upplýsingar um sporið í Heiðmörk eru birtar á Facebooksíðunni „Skíðaganga á Reykjavíkursvæðinu“.

Hnitamerkt kort af Heiðmörk má nálgast hér.

Það eru forréttindi að geta notið þess fallegrar náttúru og þess fallega veðurs sem verið hefur í Heiðmörk suma af síðustu dögum. Munum að ganga vel um og sýna hvoru öðru — og náttúrunni — tillitssemi.