Útivistarparadís í nágrenni höfuðborgarinnar
Heiðmörk er stærsta útivistarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu og eitt það vinsælasta. Þar hefur verið byggð upp glæsileg aðstaða til útivistar með víðfemu neti göngu- og reiðstíga og vel útbúnum áningarstöðum. Lesa meira…
Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur umsjón með hinu geysivinsæla útivistarsvæði í Esjuhlíðum og sinnir þar meðal annars nýskógrækt og umhirðu eldri reita samhliða því að efla og bæta aðgengi fyrir þá fjölmörgu ferðamenn sem sækja svæðið heim. Lesa meira…
Fellsmörk samanstendur af jörðunum Felli, Álftagróf og Keldudal í Mýrdalshreppi sem Skógræktarfélag Reykjavíkur leigði af landbúnaðarráðuneytinu í þeim tilgangi að stunda þar skógrækt. Lesa meira…
Í Heiðmörk hafa verið útbúnir nokkrir áningarstaðir þar sem fólk getur komið saman og gert sér glaðan dag. Aðstaða er þar hin besta og búið að koma upp bekkjum, borðum, grilli og leiktækjum fyrir börnin svo fátt eitt sé nefnt. Lesa meira…