Útivistarparadísir í nágrenni höfuðborgarinnar
Heiðmörk er stærsta útivistarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu og eitt það vinsælasta. Þar hefur verið byggð upp glæsileg aðstaða til útivistar með víðfemu neti göngu- og reiðstíga og vel útbúnum áningarstöðum. Lesa meira…
Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur umsjón með hinu geysivinsæla útivistarsvæði í Esjuhlíðum og sinnir þar meðal annars nýskógrækt og umhirðu eldri reita samhliða því að efla og bæta aðgengi fyrir þá fjölmörgu ferðamenn sem sækja svæðið heim. Lesa meira…
Múlastaðir í Flókadal er 650 hektara jörð sem Skógræktarfélag Reykjavíkur festi kaup á árið 2014. Jörðin er fyrsta eignarland félagsins og er nú unnið að því að rækta skóg á henni allri. Lesa meira…



Fellsmörk samanstendur af jörðunum Felli, Álftagróf og Keldudal í Mýrdalshreppi sem Skógræktarfélag Reykjavíkur leigði af landbúnaðarráðuneytinu í þeim tilgangi að stunda þar skógrækt. Lesa meira…