Í viðarvinnslu Skógræktarfélags Reykjavíkur er unnið úr því efni sem til fellur í Heiðmörk. Skógurinn er kominn á þann aldur að grisjun er nauðsynleg. Við það fellur til verðmætt timbur sem reynt er að búa til sem mest verðmæti úr. Þá berst viðarvinnslunni öðru hverju timbur úr þéttbýli höfuðborgarsvæðisins, til dæmis reyniviður og ösp sem hefur þurft að fella.
Í viðarvinnslunni eru meðal annars stórviðarsög, bandsög og eldiviðarkjúlfur. Leitast er við að hafa lager af ákveðnum vörum, svo sem inniþurrum borðvið. Vegna þess hve viðarvinnslan er smá í smíðum, er þó misjafn hvað er til.
Verslunin er í Smiðjunni, Þingnesvegi 5, skammt frá Elliðavatnsbænum.
Hafa má samband í síma 856-0058 eða á netfangið sala (hjá) heidmork.is
Afurð | Eining | Lýsing | Kr. m. vsk. |
---|---|---|---|
Eldiviður (birki) * | Poki | 40 ltr. | 7.000 |
Eldiviður (birki) | Búnt | 30 cm | 3.000 |
Eldiviður (fura) | Búnt | 30 cm | 2.750 |
Eldiviður (fura) | Búnt | 40 cm | 3.250 |
Eldiviður (fura) | Grind | 0,8 m3 | 28.000 |
Kurl * | Poki | 40 lítrar | 3.000 |
Kurl * | Poki | 80 lítrar | 6.000 |
Kurl * | Sekkur | 1 m3 (1000 lítrar) | 28.500 |
Bolviður | Lengdar m. | Ø 5 til 10 cm | 1.800 |
Bolviður | Lengdar m. | Ø 10 til 15 cm | 2.750 |
Bolviður | Lengdar m. | Ø 15 til 20 cm | 4.000 |
Bolviður | Lengdar m. | Ø 20 til 30 cm | 6.000 |
Borðviður ** | Lengdar m. | 2,5 x (10–20cm) | 900–1.100 |
Borðviður ** | Lengdar m. | 2,5 x (20–30cm) | 1.100–1.500 |
Borðviður ** | Lengdar m. | 3,75 x (10–20)cm | 1.200–1.600 |
Borðviður ** | Lengdar m. | 3,75 x (20–30)cm | 1.500–2.000 |
Borðviður ** | Lengdar m. | 5,0 x (10–20)cm | 1.500–2.000 |
Borðviður ** | Lengdar m. | 5,0 x (20–30)cm | 2.000–3.000 |
Fánastöng | Fyrir utan topp og festingu | 6 til 7m | 45.000 |
Flettisög | Vinnustundir | Sögun maður & vél | 25.000 |
*Skilagjald er fyrir heila poka. ** 20% álag á þurrum borðvið.
Fyrirspurnir sendist á netfangið: sala(hjá)heidmork.is