Í viðarvinnslu Skógræktarfélags Reykjavíkur er unnið úr því efni sem til fellur í Heiðmörk. Skógurinn er kominn á þann aldur að grisjun er nauðsynleg. Við það fellur til verðmætt timbur sem reynt er að búa til sem mest verðmæti úr. Þá berst viðarvinnslunni öðru hverju timbur úr þéttbýli höfuðborgarsvæðisins, til dæmis reyniviður og ösp sem hefur þurft að fella.

Í viðarvinnslunni eru meðal annars stórviðarsög, bandsög og eldiviðarkjúlfur. Leitast er við að hafa lager af ákveðnum vörum, svo sem inniþurrum borðvið. Vegna þess hve viðarvinnslan er smá í smíðum, er þó misjafn hvað er til.

Verslunin er í Smiðjunni, Þingnesvegi 5, skammt frá Elliðavatnsbænum.

Hafa má samband í síma 856-0058 eða á netfangið sala (hjá) heidmork.is

AfurðEiningLýsingKr. m. vsk.
Eldiviður (birki) *Poki40 ltr.7.000
Eldiviður (birki)Búnt30 cm3.000
Eldiviður (fura)Búnt30 cm2.750
Eldiviður (fura)Búnt40 cm3.250
Eldiviður (fura)Grind0,8 m328.000
Kurl *Poki40 lítrar3.000
Kurl *Poki80 lítrar6.000
Kurl *Sekkur1 m3 (1000 lítrar)28.500
BolviðurLengdar m.Ø 5 til 10 cm1.800
BolviðurLengdar m.Ø 10 til 15 cm2.750
BolviðurLengdar m.Ø 15 til 20 cm4.000
BolviðurLengdar m.Ø 20 til 30 cm6.000
Borðviður **Lengdar m.2,5 x (10–20cm)900–1.100
Borðviður **Lengdar m.2,5 x (20–30cm)1.100–1.500
Borðviður **Lengdar m.3,75 x (10–20)cm1.200–1.600
Borðviður **Lengdar m.3,75 x (20–30)cm1.500–2.000
Borðviður **Lengdar m.5,0 x (10–20)cm1.500–2.000
Borðviður **Lengdar m.5,0 x (20–30)cm2.000–3.000
FánastöngFyrir utan topp og festingu6 til 7m45.000
FlettisögVinnustundirSögun maður & vél25.000

*Skilagjald er fyrir heila poka. ** 20% álag á þurrum borðvið.

Fyrirspurnir sendist á netfangið: sala(hjá)heidmork.is

Fræðsluverkefnið Skógarnytjar

Nemendur í trésmíði við Tækniskólann hafa undanfarin ár komið í vettvangskennslu í Heiðmörk, sem hluti af verkefninu Skógarnytjar.

Boðið hefur verið upp á fræðslu um skógrækt, ferlið frá því að tré er fellt og þar til búið er að vinna úr því þurran borðvið, umhverfismál, kolefnisspor viðarins og ávinninginn af því að vinna með innlent timbur. Nemendur hafa svo oft unnið úr timbri úr Heiðmörk. Nemendur við LHÍ hafa einnig komið í vettvangsnám í Heiðmörk og unnið með efni úr skóginum.

Smíðagripir, gólffjalir, kurl og margt fleira

Gólffjalir, innréttingar, bekkir, kollar, brýr og margt fleira hefur verið smíðað úr timbri frá viðarvinnslunni í Heiðmörk. Hér má sjá nokkrar þessara afurða.

Vistvæn afurð úr sjálfbærri grisjun

Timbur er umhverfisvænt, endurnýjanlegt hráefni. Oft er hægt að nota timbur í stað efna sem hafa mikil umhverfisáhrif og stórt kolefnisspor, svo sem plasts, járns og steinsteypu.

Eftir því sem íslenskir skógar vaxa og dafna aukast möguleikar á framleiðslu á góðum smíðavið og gæðatimbri. Grisjun er nauðsynleg til að viðhalda heilbrigði og vexti skóga eftir að þeir hafa náð ákveðnum aldri. Vel er hægt að standa þannig að grisjun og nýtingu skóga að hún sé sjálfbær og skógurinn haldi áfram að vaxa.

Áhugi á að nýta þessa auðlind fer vaxandi enda aukin meðvitund um mikilvægi þess að nýta náttúruleg efni úr nærumhverfinu. Nútímaleg viðarvinnsla á sér stutta sögu hér á landi en fyrirséð að hún aukast mjög í náinni framtíð. Viðarmagn í íslenskum skógum mun aukast verulega á næstu árum og áratugum.

Einnig má nefna að vaxandi áhersla er lögð á umhverfisvænar vörur með þekktan uppruna. Aukin innlend viðarframleiðsla dregur auk þess sem kolefnislosun vegna flutnings á timbri yfir hafið. Þá eru ótalin þau atvinnutækifæri og sú verðmætasköpun sem getur orðið til í skógrækt og timburvinnslu hér á landi á næstu árum og áratugum.