Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir margskonar fræðslu. Þar má nefna fræðsluviðburði, sýnikennslu, erindi, þátttöku í og stuðningi við rannsóknastarf og mótttöku nemenda — allt frá grunnskólanemendum til starfsnema í háskólanámi. Þá leitast félagið við að taka þátt í samfélagsumræðu um skóga og náttúruvernd, meðal annars með viðtölum í fjölmiðlum og fróðleik á samfélagsmiðlum á heimasíðu félagsins.
Tilgangur félagsins er að „vinna að skógrækt, trjárækt og landbótum (…)“, meðal annars með því að „veita fræðslu um skógrækt, trjárækt, umhverfis- og loftslagsmál og gildi skóga í náttúrunni.“
Á flipunum hér til hliðar má nálgast margskonar fróðleik sem félagsfólk og starfsmenn félagsins hafa tekið saman.