17. janúar 2012 var samþykkt að Skógræktarfélag Reykjavíkur ynni samantekt um skógræktarstefnu Reykjavíkurborgar. Þetta var samþykkt á fundi fulltrúa Skógræktarfélags Reykjavíkur um útivistarskóga í borginni með borgarstjóra og fulltrúum hans að Elliðavatni. Lagt var upp með að samantektin gæti orðið grunnur að stefnumörkun borgarinnar í skógrækt við vinnslu aðalskipulags.

Var í kjölfarið skipaður starfshópur til að vinna þessu af hendi félagsins, sem vann náið með fulltrúum Reykjavíkurborgar. Niðurstöður þeirrar vinnu eru settar fram í skýrslu Skógræktarfélags Reykjavíkur um Borgarskógrækt.