Skógræktarfélag Reykjavíkur vinnur að skógrækt, landbótum og uppbyggingu vinsælla útivistarsvæða í nágrenni höfuðborgarinnar. Félagið sinnir einnig fræðslustarfi, styrkir skógarmenningu og styður við nýsköpun hvað varðar skógrækt og nýtingu skógarafurða.
Sem félagi í Skógræktarfélagi Reykjavíkur leggur þú þessu mikilvæga starfi lið.

Gerast félagi

Félagsmenn fá aðgang að námskeiðum og viðburðum félagsins án endurgjalds og 15% afslátt af vörum Skógræktarfélags Reykjavíkur, svo sem jólatrjám, eldivið, kurli og borðviði. Félagsmenn njóta jafnfram vildarkjara hjá ýmsum fyrirtækjum og borgar árgjaldið sig því yfirleitt fljótt upp hjá þeim sem eru iðnir við ræktun. Árgjaldið er kr. 4.500.

Skrá í félagið

Skráning og rafræn skírteini

Nýir félagsmenn  sem skrá í formið hér að ofan, fá senda kröfu í heimabanka fyrir félagsgjaldi. Þegar krafan hefur verið greidd  er sendur tölvupóstur frá passi(hjá)passi.is með tengli á rafrænt skírteini. Berist tölvupósturinn ekki, eru félagsmenn beðnir um að hafa samband á heidmork(hjá)heidmork.is og tilgreina rétt netfang.

Til að sækja og nota stafræna skírteinið þarf veskis-forrit. Í Iphone símum er það Apple Wallet. Fyrir Android síma þarf að sækja forrit, til dæmis SmartWallet. Því næst er smellt á tengil í tölvupóstinum.

Eftirtalin fyrirtæki veita staðgreiðsluafslátt gegn framvísun félagsskírteinis:

 • Blómaval 10%
 • Fjallakofinn 10%
 • Flügger 20%
 • Garðheimar (almennar vörur) 10%
 • Garðyrkjustöðin Kvistar 10%
 • Gróðrastöðin Mörk 10%
 • Gróðrastöðin Réttarhóll (plöntur) 10%
 • Gróðrastöðin Þöll 15%
 • Húsasmiðjan 10%
 • MHG Verslun 15%
 • Nátthagi garðplöntustöð 10%
 • Sólskógar (plöntur) 10%
 • Vorverk (Cramer rafhlöðutæki) 15%
 • 66° Norður 10%