Heggur (Prunus padus)

Trjátegundir eru misjafnlega áberandi eftir árstímum. Sumar fara í fagra haustliti en eru e.t.v. ekki áberandi á öðrum árstímum. Aðrar blómgast fallega í fremur stuttan tíma en eru ekki áberandi utan blómgunartíma. Ein þeirra tegunda sem fyllir síðari hópinn er heggur, Prunus padus. Heggur er lauffellandi tré eða runni sem hefur lengi verið í garðrækt…

Garðahlynur (Acer pseudoplatanus)

Garðahlynur er stórvaxið lauftré. Náttúrulegt útbreiðslusvæði hans er um svo til alla Evrópu en þar að auki hefur hann verið fluttur og gróðursettur víða um heim. Náttúruleg heimkynni tegundarinnar eru í fjalllendi Evrópu frá Spáni og austur í Kákasusfjöll. Garðahlynur hefur breiðst út norður eftir Evrópu allt til Tromsö í Noregi. Þá þrífst tegundin allvel…

Blæösp (Populus tremula)

Blæösp er ein af örfáum trjátegundunum á Íslandi sem telst vera íslensk. Hún hefur fundist á sex stöðum á landinu, fimm á Austfjörðum og ein í Garði í Fnjóskárdal. Blæaspir eru ein útbreiddasta trjátegund veraldar. Útbreiðslusvæðið nær frá Íslandi austur í Kamsjatka og suður í Atlasfjöll. Frænka hennar, nöturöspin, liggur svo þvert yfir Norður-Ameríku á…

Víðir (salix)

Ættkvíslin Salix (víðir) hefur að geyma u.þ.b. 400 tegundir af lauffellandi trjám og runnum sem vaxa fyrst og fremst í rökum jarðvegi á köldum og tempruðum svæðum á norðurhveli jarðar. Sumar víðitegundir, einkum þær sem vaxa á heimsskautasvæðum eða hátt til fjalla (s.s. grasvíðir eða smjörlauf; Salix herbacea), eru jarðlægir runnar. Grasvíðirinn nær sjaldnast að…

Ryðelri (Alnus rubra)

Ryðelri er af bjarkarætt og náskylt birki. Þessar ættkvíslir er líkar í útliti en þegar þær eru skoðaðar nánar grasafræðilega, sést að ýmislegt er ólíkt. Eitt af því sem er ólíkt eru fræreklarnir. Á elri eru þeir trjákenndir líkt og könglar barrviða. Annað sem einkennir elri er að á rótum trjánna eru ryðbrúnir hnúðar með…

Sitkagreni (P. sitchensis)

Sitkagreni er stórvaxnasta grenitegundin hér á landi og eitt mikilvægasta skógartré landsins. Hæsta tré á Íslandi er sitkagreni sem vex við Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri. Tréð var gróðursett árið 1949 og hefur að öllum líkindum náð 30 metra hæð sumarið 2022.   Sitkagreni er einstofna með breiða keilulaga krónu. Trén eiga það til að vera stór…

Birki (Betula ssp)

Birki er eina trjátegundin sem myndar samfellt skóglendi á Íslandi. Talið er að birki hafi þakið um þriðjung af yfirborði landsins við landnám. Nú er þetta hlutfall rétt undir tveimur hundraðshlutum. Íslenska birkið hefur lengi verið lágvaxið og kræklótt, enda ræktað niður með rányrkju kolagerðar og búfjárbeitar. Með markvissri ræktun hefur eru að verða til…