Stafafura (Pinus contorta) – „íslenska jólatréð“
Senn líður að því að margir landsmenn skreyti stofur sínar með jólatrjám. Íslendingar sem velja á annað borð lifandi jólatré í stofur sínar, kjósa í vaxandi mæli að nota furutegund eina, stafafuru (Pinus contorta), sem jólatré. Stafafura er upprunnin í vestanverðri Norður-Ameríku. Þar vex hún á gríðarstóru útbreiðslusvæði, frá fjöruborði og hátt upp til…