Fréttir

Lokað fyrir bílaumferð eftir Heiðmerkurvegi

Vegna slæmrar færðar og mikillar hálku hefur verið lokað fyrir bílaumferð um hluta Heiðmerkur. Heiðmerkurvegur er lokaður frá og með afleggjaranum að Elliðavatnsbænum. Ákvörðun um þetta var tekin vegna vatnsverndar. Í Heiðmörk eru ómetanleg vatnsból, þaðan sem íbúar höfuðborgarsvæðisins fá neysluvatn sitt. Olíuleki, t.d. vegna bílslyss, gæti valdið miklu tjóni.

Áfram er þó hægt að leggja á bílastæðinu við Helluvatn og við Elliðavatnsbæinn, og fara um friðlandið og njóta útivistar í skóglendinu. Vegurinn að Helluvatni og Elliðavatnsbænum er ágætlega þjónustaður og vel fær, nema í undantekningartilvikum.

Frá bílastæðinu við Helluvatn er til dæmis hægt að ganga eftir merktum göngustíg umhverfis Heimaás eða fara gönguleiðina Vatnahring, sem er sjö og hálfur kílómetri.

Gönguleiðir og stígar eru merkt inn á kort af Heiðmörk sem nálgast má hér.