Fréttir

Takk fyrir stuðninginn og samveruna. Gleðileg jól!

Góð stemning og gott veður var á jólaviðburðum Skógræktarfélags Reykjavíkur á aðventunni. Jólamarkaðurinn í Heiðmörk og Jólaskógurinn á Hólmsheiði voru vel sóttir. Jólatrjáasalan á Lækjartorgi hefur nú fest sig í sessi en hún var í fjórða skiptið í ár.

Jólaviðburðum félagsins er nú lokið.Síðasta helgi Jólamarkaðarins og Jólaskógarins var 16.–17. desember. Jólatrjáasölunni á Lækjartorgi lauk í gærkvöld.

Í ár seldust vel yfir 1500 jólatré. 50 ný tré verða gróðursett fyrir hvert selt tré. Á næsta ári verða því gróðursett að minnsta kosti 75 þúsund tré.

Við hvetjum fólk sem getur til að njóta útivistar í skóglendinu yfir hátíðirnar. Enda fátt notalegra en að vera úti í fallegu umhverfi, þar sem er skjól og fjölbreytt náttúra.

Takk fyrir stuðninginn. Gleðileg jól og farsælt komandi ár!

Á Jólamarkaðnum í Heiðmörk, þriðju aðventuhelgina 2023. Mynd: Hjördís Jónsdóttir.
Lúðrasveitin Svanur skemmti gestum Jólamarkaðsins á annarri opnunarhelginni. Mynd: Hjördís Jónsdóttir.
Sigrún Eldjárn les úr bók sinni Fjaðrafok í mýrinni, í notalegri Barnastund í Rjóðrinu.
Lilý Erla með skraut á sem hún vann fyrir Jólamarkaðstréð 2023. Skrautið er úr viði úr Heiðmörk.
Fjölmennur hópur starfsmanna Heilsugæslunnar kom í Jólaskóginn á aðventunni og naut skemmtiatriðis frá Leikhópinum Lottu. Almennir gestir Jólaskógarins fengu að njóta góðs af og sungu með hópnum nokkur jólalög.
Í Jólaskóginum á Hólmsheiði.
Í Jólaskóginum á Hólmsheiði. Mynd: Hjördís Jónsdóttir.
Í Jólaskóginum á Hólmsheiði getur fólk sótt eigið jólatré í skóg, sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur ræktað upp. Mynd: Hjördís Jónsdóttir.
Það er notalegt að setjast við eldinn í Jólaskóginum og fá sér eitthvað heitt að drekka.