Sögudagatal

Heiðmörk 70 ára

Árið 2020 eru 70 ár liðin frá því að Heiðmörk var vígð við hátíðlega athöfn.

Skógræktarfélag Reykjavíkur efnir til fjölbreyttrar dagskrár til að fagna afmælinu. Dagskránni er ætlað að efla skógarmenningu með stórum og smáum viðburðum allt afmælisárið. Þar sem ekki þykir ráðlegt að stefna fjölmenni saman út frá sóttvarnasjónarmiðum, verða viðburðir minni en upphaflega stóð til. Vonir félagsins standa þó til þess að sem fólk geti engu að síður notið útivistar í Heiðmörk, þótt í minni hópum sé.

Vegna óvenjulegra aðstæðna er sérstök áhersla lögð á fræðslu og miðlun. Fjallað var um Heiðmörk í tveimur útvarpsþáttum síðsumars og ítarleg umfjöllun um sögu Skógræktarfélags Reykjavíkur og Heiðmörk birt á heimasíðunni. Skógræktarfélagið stendur einnig fyrir sögudagatali þar sem birtar eru myndir og myndskeið úr sögu félagsins. Hægt er að fylgjast með afmælisdagatalinu á Facebook, Instagram og á heidmork.is.

Fyrsta færsla dagatalsins, er myndskeiðið hér að neðan, sem sýnir vígslu Heiðmörk, 25. júní 1950.

 

Sögudagatal #11: Vígsluflöt 1950 og 2020