Jólatrjáasalan Kauptúni Garðabæ, gegnt Ikea

Skógræktarfélagið hefur nýlega opnað glæsilega, rúmgóða og bjarta trjásölu í Kauptúni 3 í Garðabæ, nánar tiltekið við hliðina á Bónus gegnt Ikea. Þarna er að finna mjög fjölbreytt úrval jólatrjáa -að sjálfsögðu eingöngu íslenskra-á góðu verði, auk þess sem hægt er að versla þar eldivið og tröpputré í úrvali. Fyrir þá sem ekki komast í…

Jólatrjáasalan opin alla daga

Hægt er að ná sér í íslensk, nýhöggvin jólatré á góðu verði alla daga vikunnar á Elliðavatni  frá klukkan 10-17 og í nýju, glæsilegu  Jólatrjáasölunni í Kauptúni Garðabæ kl 15-21 (Kauptún um helgar: opið klukkan 10-21) Um helgina opnar síðan Jólaskógurinn í Hjalladal og að sjálfsögðu verður Jólamarkaðurinn á Elliðavatni opinn þá.

Dagskrá Jólamarkaðarins um næstu helgi

Þriðja  helgi Jólamarkaðarins á Elliðavatni er framundan og verður mikið um að vera eins og áður, öll söluborð pöntuð og fjölbreytt íslenskt handverk í boði. Við vekjum athygli á að engar tvær helgar eru eins, því sölufólk kemur og fer og stoppar mislengi við. Áhugasamir geta nálgast upplýsingar um handverksfólkið á skrifstofu félagsins og hjá umsjónarmanni með…