Fréttir

Borgartréð í Reykjavík 2013

Borgartréð 2013 verður formlega útnefnt við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. september en það er Ilmbjörk, íslenskt birki í garði Ásmundarsafns. Þær Ingrid Sveinsson, eiginkona Ásmundar Sveinssonar og Anna Sveinsdóttir systir hans gróðursettu tréð á hvítasunnu árið 1944. Tréð stendur á besta stað í garðinum. Það greinist í sex greinar og hefur þjónað nokkrum kynslóðum Reykvíkinga sem klifurtré og gæti sú notkun hafa haft áhrif á lögun þess. Tréð er  4,7 metrar á hæð og hefur breiða krónu sem er um 8 metrar í þvermál.
Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, mun útnefna tréð. Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður hefur af þessu tilefni samið lag og texta sem hann frumflytur ásamt börnum úr leikskólanum Laufásborg.
Dagskráin hefst kl. 15 í garði Ásmundarsafn og er öllum opin.borgartre2013

1 thoughts on “Borgartréð í Reykjavík 2013

Comments are closed.