Helgina 17. – 18. ágúst verður haldin nytjamarkaður að Elliðavatni í Heiðmörk á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur, opið verður frá kl. 10 -16.
Allt milli himins og jarðar er vel þegið á markaðinn, hvetjum fólk til að taka til í geymslum, bílskúrum og skúmaskotum. Tekið verður á móti framlögum vikuna fyrir markaðshelgina.
Skiptimarkaður á plöntum og fræi.
Kaffi, kakó og bakkelsi á viðaráðanlegu verði.
Lifandi músik, opið svið (þeir sem vilja stíga á stokk hafi samband við Tryggva í síma 692-1781) .
Hvetjum alla velunnara skógræktar að leggja okkur lið og taka þátt í skemmtilegum viðburði.
Aðkeyrsla að Elliðavatni er inn Heiðmerkurveg við Rauðhóla.
Nánari upplýsingar í síma 564-1770