Gunnar Hersveinn á Elliðavatni
Gunnar Hersveinn las upp úr bók sinn Þjóðgildin í Gamla salnum í dag. Þar fæddist Einar Benediktsson, frumkvöðull og skáld.
Gunnar Hersveinn las upp úr bók sinn Þjóðgildin í Gamla salnum í dag. Þar fæddist Einar Benediktsson, frumkvöðull og skáld.
Vegna lítilsháttar breytinga kemur hér ný dagskrá sunnudagsins á Jólamarkaðnum: Sunnudagur 19. desember: Klukkan 13 í Gamla salnum: Gunnar Hersveinn les úr bókinni Þjóðgildin. Klukkan 14 í Rjóðrinu: Varðeldur, upplestur. Kristín Helga Gunnarsdóttir les úr bókinni Fíasól og litla ljónaránið. Klukkan 15 í Gamla salnum: Harmonikkuleikur. Sigurður Alfonsson leikur fyrir gesti. Opið klukkan 11-17. Fjöldi…
Jólamarkaðurinn Elliðavatni heldur áfram og fer nú í hönd fjórða helgin. Mjög góð aðsókn hefur verið á markaðinn og fólk notið þess að fara upp í Heiðmörk og upplifa náttúruna og hina sérstöku jólastemningu sem þar ríkir. Auk hefðbundinnar jólatrjáasölu Skógræktarfélagsins er fjöldi íslenskra handverksmanna með söluborð víðs vegar á markaðnum; markaðskaffihús er opið allan…
Laugardagur 18. desember: Klukkan 13 í Gamla salnum: Lesið úr nýrri bók. Guðni Th Jóhannesson: Gunnar Thoroddsen -ævisaga Klukkan 14.30 í Rjóðrinu: Varðeldur, jólasveinn, upplestur. Gunnar Helgason og Björgvin Franz Gíslason: Nornin og dularfulla gauksklukkan. Klukkan 15 í Gamla salnum: Harmonikkuleikur. Félagar í Smáranum þenja nikkurnar. Sunnudagur 19. desember:…
Finnur bóndi á Raufarfelli fann léttilega sitt tré á Jólatrjáasölunni í Kauptúni Garðabæ í kvöld. Á myndinni sést hann samfagna með Knúti og Birgi sölumönnum í þessari sölu, sem við fullyrðum að sé ein sú allra glæsilegasta á landinu! Þar er hátt til lofts og vítt til veggja og hægt að versla langt fram á…
Skógræktarfélagið hefur nýlega opnað glæsilega, rúmgóða og bjarta trjásölu í Kauptúni 3 í Garðabæ, nánar tiltekið við hliðina á Bónus gegnt Ikea. Þarna er að finna mjög fjölbreytt úrval jólatrjáa -að sjálfsögðu eingöngu íslenskra-á góðu verði, auk þess sem hægt er að versla þar eldivið og tröpputré í úrvali. Fyrir þá sem ekki komast í…
Hægt er að ná sér í íslensk, nýhöggvin jólatré á góðu verði alla daga vikunnar á Elliðavatni frá klukkan 10-17 og í nýju, glæsilegu Jólatrjáasölunni í Kauptúni Garðabæ kl 15-21 (Kauptún um helgar: opið klukkan 10-21) Um helgina opnar síðan Jólaskógurinn í Hjalladal og að sjálfsögðu verður Jólamarkaðurinn á Elliðavatni opinn þá.
Síðastliðinn laugardag lék harmonikkusveitin Fönix á Jólamarkaðnum. Hér sjást þau á meðal kaffihúsagesta með Sigurð Alfonsson fremstan í flokki og einbeitingin skín úr andlitunum.
Gunna Hinna hefur vakið athygli á Jólamarkaðnum fyrir kransa sína og bláskeljablóm. Nú eru verk hennar til sýnis í Gamla salnum.
Algengt er að hundaeigendur mæti á Jólamarkaðinn og eru þeir velkomnir með hunda sína -í taumi. Um helgina kom til dæmis fjölskylda með lágvaxna, gæfa tík að nafni Dimma til okkar og var hún klædd jólapeysu. Reyndist þetta vera nokkuð sjaldgæf tegund sem kallast dvergschnauzer.