Tréið nærri, næst skal sótt
notaleg er blíða
Jólaamstið yfir skjótt
öllum vel má líða.
Jólafrí er hafið. Vonandi eru allir komnir með sitt jólatré og allir fara glaðir inn í jólin.
Þetta er væntanlega síðasta vikulega “dagbókafærsla” Hlyns, þetta árið. Við þökkum fyrir liðnar stundir og bjóðum þær óþekktu velkomnar.
Gleðileg jól
Litlu jólin voru í formi hátíðlegs hádegisverðar. Búið er að ganga frá eftir jólamarkað og jólaskóg og hátíð ljóss og friðar má ganga í garð.
Á mynd eru: frá vinstri: Gústaf, Tinna, Sævar, Helgi, Julius, Jeppe og Hlynur tók myndina.
Jóhann myndar Júlíus við að knippa við.
Í jólaskógi standa Jóhann, Jeppe og Julius vaktina.
Kakó var selt í Jólaskógi og stóð Bryndís Rós Viðarsdóttir vaktina á laugardeginum en nafna hennar og Hjördís (nær á mynd) stóðu við sölulúguna á sunnudeginum.
Sævar dróg jólaskúrinn úr jólaskóginum í vikunni.
Krakkarnir úr leikskóla í Laugardal komu og völdu sér jólatré Jöfðu það kósí kringum varðeld