Fréttir

Jólin eru að koma

 

Tréið nærri, næst skal sótt

notaleg er blíða

Jólaamstið yfir skjótt

öllum vel má líða.

 

Jólafrí er hafið. Vonandi eru allir komnir með sitt jólatré og allir fara glaðir inn í jólin.

Þetta er væntanlega síðasta vikulega “dagbókafærsla” Hlyns, þetta árið. Við þökkum fyrir liðnar stundir og bjóðum þær óþekktu velkomnar.

Gleðileg jól

jolamaltid-hin-sidasta-2016_gustaf-tinna-saevar-helgi-julus-og-jeppe-hlynur-tok-myndina_21122016hgs-1 Litlu jólin voru í formi hátíðlegs hádegisverðar. Búið er að ganga frá eftir jólamarkað og jólaskóg og hátíð ljóss og friðar má ganga í garð.

Á mynd eru: frá vinstri: Gústaf, Tinna, Sævar, Helgi, Julius, Jeppe og Hlynur tók myndina.

jeppe-gerir-tropputre Jeppe gerir tröpputré

johann-myndar-julius Jóhann myndar Júlíus við að knippa við.

johann-jeppe-og-julius-i-jolaskogi Í jólaskógi standa Jóhann, Jeppe og Julius vaktina.

jolaskogardomurnar-bryndis-og-hjordis Kakó  var selt í Jólaskógi og stóð Bryndís Rós Viðarsdóttir vaktina á laugardeginum en nafna hennar og Hjördís (nær á mynd) stóðu við sölulúguna á sunnudeginum.

jolaskogur-tiltekt_21122016hgs Sævar dróg jólaskúrinn úr jólaskóginum í vikunni.

leikskolinn-i-laugardal-saekir-ser-tre_22122016hgs-1 Krakkarnir úr leikskóla í Laugardal komu og völdu sér jólatréleikskolinn-i-laugardal-saekir-ser-tre_22122016hgs-3 Jöfðu það kósí kringum varðeld

leikskolinn-i-laugardal-saekir-ser-tre_22122016hgs-4 og grilluðu sér sykurpúða. Mikil jólaaastemning.