Skógarleikarnir 2018

Skógarleikarnir í Furulundi í Heiðmörk Hinir árlegu Skógarleikar verða haldnir laugardaginn 7.júlí í Heiðmörk. Eins og fyrri ár býður Skógræktarfélag Reykjavíkur til ævintýralegrar stemningar í Furulundi þar sem töfrar skógarins fá að njóta sín. Keppnin sjálf vekur ávallt mikla athygli þar sem skógarhöggsmenn leiða saman hesta sína og keppa í hefðbundnum skógarhöggsgreinum svo sem axarkasti,…

Samantekt aðalfundar 2018

Að ofan: Þröstur Ólafsson formaður (mynd: Helgi Gíslason) Skógræktarfélag Reykjavíkur og Reykjavíkurborg stefna að auknu samstarfi um skógrækt í borgarlandinu. Unnið skal að gerð heildstæðrar skógræktarstefnu og gerðir verða samningar um einstök verkefni. Þetta kom fram í máli Þrastar Ólafssonar, fráfarandi formanns Skógræktarfélags Reykjavíkur, á aðalfundi félagsins þann 21. mars. Drög að yfirlýsingu um samstarfið…

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur 2018

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 21. mars næstkomandi kl. 20:00 í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 (gengið inn Ármúla megin). Dagskrá aðalfundar: • Skýrsla um starfsemi félagsins síðastliðið ár. • Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins. • Kosning samkvæmt félagslögum. • Tillögur um framtíðarstarfsemi félagsins. • Önnur mál sem fram eru borin. Sævar Hreiðarsson, skógfræðingur…

Búið að troða gönguskíðabrautir í Heiðmörk!

Nú er búið að troða gönguskíðabraut í Heiðmörk. Mikill snjór, logn og sólskin og vel kalt. Höfuðborgarbúar og nærsveitarmenn eru hvattir til að nýta sér aðstöðuna áður en allt rignir burt aftur. Eingöngu er fært inn í Heiðmörk á bílum sem eru vel búnir til vetrar-aksturs 🙂 #snjór #er A post shared by Skógræktarfélag Reykjavíkur…

Jólamarkaður í Heiðmörk 16.-17. desember

Jólamarkaðurinn í Heiðmörk er opin frá klukkan 12:00 til 17:00 Þetta er síðasta helgin sem við höfum opið fram að jólum. Skógræktarfélag Reykjavíkur selur vistvæn og sjálfbær Jólatré. Fyrir hvert selt tré eru 50 stk gróðursett. Félagið er einnig með gott úrval af tröpputrjám, eldivið, greinabúnt og ýmsar handgerðar vörur úr skóginum. Allar nánari upplýsingar…

Nú skartar Nuuk glæslilegu jólatré úr skógum Skógræktarfélags Reykjavíkur sem félagið gaf og Reykjavíkurborg afhenti við hátíðlega athöfn

Kveikt var á Reykjavíkurjólatrénu í miðbæ Nuuk á Grænlandi í gær. Rúmlega þrjú þúsund manns, fimmtungur bæjarbúa, fylgdust með þegar jólasveinn í krana slökkvibíls tendraði ljósin með lýsandi marglitum töfrasprota við mikinn fögnuð viðstaddra barna. Gert var ráð yfirr að S. Björn Blöndal, formaður borgarstjórnar, héldi ræðu á samkomunni og afhenti tréð. Hann komst ekki…

Jólamarkaður í Heiðmörk: 9.-10.desember

Jólamarkaðurinn í Heiðmörk er opin um helgar frá klukkan 12:00 til 17:00, Jólaskógurinn á Hólmsheiði er opin 11:00 – 16:00. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um Jólaskóginn og leiðarlýsingu á staðinn. Skógræktarfélag Reykjavíkur selur vistvæn og sjálfbær Jólatré. Fyrir hvert selt tré eru 50 stk gróðursett. Félagið selur einnig gott úrval af tröpputrjám,…

Jólaskógur á Hólmsheiði 2017

Jólaskógur á Hólmsheiði — 2017 Það er orðin sterk hefð í mörgum fjölskyldum að koma í Jólaskóg Skógræktarfélags Reykjavíkur á aðventunni og höggva sitt eigið jólatré. Í ár verður Jólaskógurinn opinn helgarnar 9.-10. desember og 16.-17. desember frá kl. 11-16. Gestir fá afnot af sög og skógarhöggmennirnir aðstoða við að finna jólatréin og pakka trjánum. Alla…

Um Jólakofa Skógræktarfélags Reykjavíkur og vöruúrval

Skógræktarfélagið í Reykjavík snýst ekki bara um að gróðursetja og grisja, heldur einnig að skapa menningu og upplifanir fyrir borgarbúa. Við viljum efla vitund fólks á þeirri auðlind sem skógur er og þeim möguleikum sem auðlindin býður upp á. Jólamarkaður í Heiðmörk er hluti af þessari hugsjón. Skógræktarfélag Reykjavíkur vinnur með efniviðinn og kemur honun…