Á döfinni, Fréttir

Minningarathöfn 22. júlí í Vatnsmýrinni

Minningarathöfn um þau 77 sem létu lífið í hryðjuverkaárásunum í Osló og Útey 2011, verður í minningarlundinum í Vatnsmýrinni, laugardaginn 22. júlí kl 16:30.

Tønnes Svanes, staðgengill sendiherra Noregs og Arnór Heiðar Benónýsson forseti Ungs jafnaðarfólks flytja stutt erindi. 

Upplýsingar um viðburðinn má nálgast hér.

Í minningarlundinn hafa verið gróðursett 77 birkitré — eitt fyrir hvert þeirra sem misstu lífið í hryðjuverkaárásunum í Osló og Útey, 22. júlí 2011. Einnig hafa átta reynitré verið gróðursett. Þau tákna Norðurlandaríkin fimm og Álandseyjar, Færeyjar og Grænland.

Fyrstu trén í minningarlundinum voru gróðursett sumarið 2012. Minningarlundurinn er nærri Norræna húsinu, á jaðri friðaða svæðisins í Vatnsmýrinni. Minningarlundurinn er samstarfsverkefni Skógræktarfélags Reykjavíkur, Norræna félagsins, Háskóla Íslands og Norræna hússins.