Ársskýrslur

Ársskýrsla Skógræktarfélags Reykjavíkur er unnin í aðdraganda aðalfundar félagsins sem fer að öllu jöfnu fram á vorin. Í skýrslunni er að finna efnahags- og rekstrarreikning félagsins og jafnframt fjallað í máli og myndum um það sem helst bar til tíðinda í starfi félagsins á nýliðnu ári. Skýrslan er því kærkomið upplýsingarit fyrir félagsmenn sem og hina fjölmörgu samstarfs- og styrktaraðila Skógræktarfélagsins.

Stefnumótun

Ný stefnumótun fyrir Skógræktarfélag Reykjavíkur, 2022 til 2030, var unnin á árinu 2022. Vinna við endurskoðun fyrri stefnumótunar hófst í byrjun árs 2022. Gerð var könnun á viðhorfum félagsmanna og samstarfsaðila til til starfseminnar og spurt út í áhersluatriði og skoðanir. Endurskoðun stefnumótunarinnar fól meðal annars í sér greiningu á núverandi stöðu og umfjöllun um áskoranir og tækifæri sem framundan eru.

Borgarskógrækt

17. janúar 2012 var samþykkt að Skógræktarfélag Reykjavíkur ynni samantekt um skógræktarstefnu Reykjavíkurborgar. Þetta var samþykkt á fundi fulltrúa Skógræktarfélags Reykjavíkur um útivistarskóga í borginni með borgarstjóra og fulltrúum hans að Elliðavatni. Lagt var upp með að samantektin gæti orðið grunnur að stefnumörkun borgarinnar í skógrækt við vinnslu aðalskipulags.

Var í kjölfarið skipaður starfshópur til að vinna þessu af hendi félagsins, sem vann náið með fulltrúum Reykjavíkurborgar. Niðurstöður þeirrar vinnu eru settar fram í skýrslu Skógræktarfélags Reykjavíkur um Borgarskógrækt.