Tíðindamaður heimasíðunnar rakst á þessa hlaupagarpa við Strípsveg á dögunum, en þá náði undirbúningur þeirra hámarki fyrir komandi Laugavegshlaup. Þjálfari hópsins er hinn þekkti hlaupari Sigurður P. Sigmundsson og sést hann bjóða aðvífandi hlaupurum ,,líkjör“ við bíl sinn í vegkantinum. Þennan dag hafði rignt dálítið og því engin þörf að kvarta yfir svifryki í Heiðmörkinni, hlaupararnir lýstu þvert á móti yfir mikilli ánægju með Heiðmerkuræfinguna og hina fjölmörgu vegi og stíga sem hægt er að hlaupa eftir á okkar stóra útivistarsvæði. Heimasíða hópsins: http://hlaup.is/
Undirbúningur fyrir Laugavegshlaup
08 júl
2009