Freysteinsvaka

Skógræktarfélagið heldur  Freysteinsvöku á Elliðavatni laugardaginn 7. nóvember  kl. 13-17. Umfjöllunarefnið verður náttúrufræðingurinn Freysteinn heitinn Sigurðsson og hin fjölbreytilegu áhugamál hans. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Viðtal við Árna Hjartarson um vökuna í Samfélaginu í nærmynd: http://dagskra.ruv.is/ras1/4485882/2009/11/04/3/ Endurflutt viðtal við Freystein í þætti Steinunnar Harðardóttur Út um græna grundu: http://dagskra.ruv.is/ras1/4492937/2009/11/07

Næst-hæsta eik landsins

Bergsveinn Þórsson á Akureyri sendi okkur mynd af 5,35 metra hárri eik ásamt Jóni Hilmari Magnússyni eiganda sínum í garði við Hafnarstræti 63 og teljum við að þarna sé fundin næst-hæsta eik landsins.  Í spjalli við Jón Hilmar kom fram að hann fékk akörn frá Hanover í Þýskalandi sem týnd voru í skógi skammt utan borgarinnar…

Viltu selja íslenskt handverk á Jólamarkaðnum?

Nú styttist í að Jólamarkaðurinn  á Elliðavatni verði opnaður og verið er að leigja söluaðstöðu fyrir framleiðendur á handverki af ýmsum gerðum. Markaðurinn nýtur vaxandi vinsælda og áætlum við að um 10.000 manns hafi heimsótt okkur í fyrra síðustu fjórar helgarnar fyrir jól. http://heidmork.is/index.php?option=com_content&task=view&id=102&Itemid=70 Ef þú vilt slást í hópinn og selja vandað íslenskt handverk hringdu…

Leitin að hæstu eikinni

Eik er sjaldgæf tegund og hefur lengi þótt of hitakær til að geta þrifist hér landi. Því var það að Skógræktarfélagsmenn ráku upp stór augu þegar þeim var bent á 6,30 metra háa eik í garði við Háagerði 11 hér í borg.Var eikin mæld og skoðuð, kannaður uppruni hennar og saga  og ákveðið að efna…

Rauðberjalyngið í Rauðavatnsstöðinni

Skógræktarfélagið rekur upphaf starfsemi sinnar  til Rauðvatnsstöðvarinnar í byrjun 20.aldar. Ein þeirra plantna sem frumherjarnir  eru taldir hafa flutt í Stöðina er rauðberjalyngið. Tíðindamaður heimsíðunnar tók myndina hér fyrir ofan í september þar sem lyngið dafnar vel og dreifir úr sér í nokkuð þéttum barrskógi. Frekari  upplýsingar: http://floraislands.is/blomaval.htm http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?issId=290274&pageId=4258210&lang=is&q=Rauðberjalyng

Haustkransar á Elliðavatni

Lærðu að binda þinn eigin haustkrans á útidyrahurðina eða stofuborðið úr reyniberjum, lyngi, mosa eða öðrum efnum! Auður Árnadóttir blómaskreytir heldur námskeið á Elliðavatni í samstarfi við Skógræktarfélagið mánudag  5. október  klukkan 19-22. Allir velkomnir! Verð: 5000 kr. Efni innifalið en ef þátttakendur vilja koma með reyniber eða annað efni er það velkomið. Vinsamlega koma…

Áhugaverð ráðstefna framundan

Ráðstefna: Skógar efla lýðheilsu fólks í þéttbýli Dagana 16.-19. september 2009 verður haldin alþjóðleg ráðstefna um hlutverk skóga og skógræktar fyrir þéttbýli, með sérstakri áherslu á löndin við norðanvert Atlantshafið. Flest landanna eru, eins og Ísland, mjög borgvædd og því skipta skógar og önnur græn svæði í borgum miklu máli fyrir útivistarmöguleika íbúanna. Rannsóknir hafa…