Ársskýrsla Skógræktarfélags Reykjavíkur er unnin í aðdraganda aðalfundar félagsins sem fer að öllu jöfnu fram á vorin. Í skýrslunni er að finna efnahags- og rekstrarreikning félagsins og jafnframt fjallað í máli og myndum um það sem helst bar til tíðinda í starfi félagsins á nýliðnu ári. Skýrslan er því kærkomið upplýsingarit fyrir félagsmenn sem og hina fjölmörgu samstarfs- og styrktaraðila Skógræktarfélagsins.