Fréttir

Dagskrá sunnudagsins á Jólamarkaðnum

Sunnudagur 5. desember:

Opið klukkan 11-17.

Hestaleiga. Teymt undir börnum á túninu neðan við bæinn kl 13-15.

Klukkan  13 í Gamla sal:  Einar Kárason les úr bókinni Mér er skemmt.

Klukkan 14 í Rjóðrinu: Barnastund. Varðeldur og upplestur. Hendrikka Waage les úr Rikku og töfrahringnum á Indlandi.

Klukkan 15 í Gamla sal: Harmonikkuleikur. Sigurður og Drottningarnar.

Klukkan 16 í Gamla sal: Trúbador. Svavar Knútur spilar og syngur fyrir gesti.

——————————————————————————————— 

2._helgi_10_-gamli_salur

Gamli salurinn: Á efri hæðinni eru myndir til sýnis á veggjum og rekin kaffistofa með alvöru kakói, vöfflum og flatkökum. Á neðri hæðinni er til sýnis og sölu margskonar íslenskt handverk.

Hlaðið: Miðsvæði Jólamarkaðarins umlukið jólahúsum á aðra hönd og bænum á Elliðavatni á hina. Þar selur Skógræktarfélagið jólatré, tröpputré og eldivið og eldur logar þar í útiarni.

Kjallarinn:  Í skrifstofuhúsinu á Elliðavatni þar sem Skógræktarfélagið hefur bækistöð sína. í Kjallaranum heldur Sirrý spákona til.  Auk þess eru þar sölu- og kynningarborð fyrir góðgerðafélög og fjölda handverksmanna.

Rjóðrið: Rjóður í greniskógi  í um 100 metra fjarlægð frá bænum á Elliðavatni. Þar er kveiktur varðeldur og haldin Barnastund kl 14 hvern markaðsdag.