Esjufréttir, Fréttir

„Undan Esju“: Sýning í Esjuhlíðum á Hönnunarmars

Helgina 27. og 28. apríl verður sýningin „Undan Esju“ í Esjuhlíðum.

Nemendur á fyrsta ári í vöruhönnun við LHÍ unnu við innsetningar sem eru innblásnar af umhverfi Esjunnar. Verkefnin eru afrakstur tveggja vikna vinnustofu og fjalla um ólík viðfangsefni og mismunandi túlkanir nemenda á umhverfinu. Gestir fá aðra sýn á landslagið í gengum mismunandi miðla og skynfæri. Nemendurnir bjóða fólk velkomið í ferðalag um Esjuhlíðar þar sem verkin finnast á víð og dreif.

Sýningin verður opnuð með opnunarhófi, laugardaginn 27. apríl klukkan 13:00, við bílastæðið við Esjuna, neðan Þverfellshorns. Klukkan 13:30 verður haldið í hönnunargöngu um svæðið.

Sýningin verður aðgengileg fram til sunnudagskvölds, 28. apríl.

Kort og bæklingur með frekari upplýsingum um hönnunarinnsetningarnar verða aðgengileg á Facebook-viðburðinum hér.

Nánari dagskrá af viðburðum tengdum sýningunni er hægt að finna á www.honnunarmars.is
Eða á https://www.lhi.is/vidburdur/undan-esju

Nemendur LHÍ í könnunarleiðangri um Esjuhlíðar. Mynd: Anna Diljá Sigurðardóttir.
Hugmyndir fyrir sýninguna. Mynd: Ísold Hekla D. Apeland.
Hugmyndavinna og umræður. Mynd: Ísold Hekla D. Apeland.
Mynd: Ísold Hekla D. Apeland.