Þriðja helgi Jólamarkaðarins á Elliðavatni er framundan og verður mikið um að vera eins og áður, öll söluborð pöntuð og fjölbreytt íslenskt handverk í boði. Við vekjum athygli á að engar tvær helgar eru eins, því sölufólk kemur og fer og stoppar mislengi við. Áhugasamir geta nálgast upplýsingar um handverksfólkið á skrifstofu félagsins og hjá umsjónarmanni með netfangið [email protected]
Laugardagur 11. desember:
Klukkan 11-17: Opnunartími.
Klukkan 13-15: Hestaleiga. Teymt undir börnum í túninu neðan við bæinn.
Klukkan 13-15. Jólasveinn heilsar upp á fólkið.
Klukkan 13 í Gamla sal: Óskar Hrafn Þorvaldsson les úr bók sinni Martröð millanna.
Klukkan 14 í Rjóðrinu: Barnastund og varðeldur. Kristín Arngrímsdóttir les úr bókinni Arngrímur apaskott og hrafninn.
Klukkan 15 í Gamla sal: Harmonikkuleikur. Fönix þenur nikkurnar.
Klukkan 16 í Gamla sal: L7: Hrafnar, sóleyjar og myrra. Eyrún Ósk Jónsdóttir og Helgi Sverrisson kynna nýútkomna bók og væntanlega kvikmynd í máli og myndum.
Sunnudagur 12. desember:
Klukkan 11-17: Opnunartími.
Klukkan 13-15: Hestaleiga. Teymt undir börnum í túninu neðan við bæinn.
Klukkan 13-15: Jólasveinn heilsar upp á fólkið.
Klukkan 13 í Gamla sal: Þorgrímur Gestsson les úr bókinni Mannlíf við Sund-býlið, byggðin, borgin.
Klukkan 14 í Rjóðrinu: Barnastund og varðeldur. Anna Ingólfsdóttir les úr bókinni Þyngdaraflið.
Klukkan 15 í Gamla sal: Harmonikkuleikur. Dragspilsdrottningarnar.