Fréttir

Tvöfalt gönguskíðaspor i Heiðmörk

Nýtt spor fyrir gönguskíðafólk hefur verið lagt í Heiðmörk, með tvöföldum spora. Spor er frá Eliðavatnsbænum að Hjallahringnum. Greiðfært er að Elliðavatnsbæ, þar sem bílastæði eru, og mælumst við til að fólk leggi upp þaðan. Tengileiðin að Hjallahringnum er 2,5 km hvor leið en hringirnir eru síðan 4 eða 8 km langir. Það er því hægt að velja ýmsar leiðir allt að 13 km langar. Upplýsingar um sporið í Heiðmörk eru birtar á Facebooksíðunni „Skíðaganga á Reykjavíkursvæðinu“.

Veður og aðstæður til skíðagöngu hafa verið með allra besta móti undanfarnar vikur líkt og á tímabili síðasta vetur. Fjölmargir nýta sér þessar góðu aðstæður hvort sem er í miðri viku, á kvöldin eða um helgar – enda er alltaf skjól í skóginum!

Lagning skíðagöngusporsins er samstarfsverkefni Skógrækarfélags Reykjavíkur og Skíðagöngufélagsins Ullar. Starfsmenn Skógræktarfélagsins leggja sporið á virkum dögum en sjálfboðaliðar Ullar um helgar.

Hægt er að styðja við starf Skógræktarfélags Reykjavíkur, og þar með lagningu skíðagöngusporsins í Heiðmörk með því að gerast félagsmaður (sjá hér) en árgjald er 4.000 kr.

Eða með því að leggja inn frjáls framlög á reikning félagsins:

Skógræktarfélag Reykjavíkur, kt. 6002694539, banki, 301-26-4040

 

 

Hægt er að fara 4 km eða 8 km langan Hjallahring.