Skógræktarfélag Reykjavíkur vinnur að skógrækt, landbótum og uppbyggingu vinsælla útivistarsvæða í nágrenni höfuðborgarinnar. Með því bætir félagið jafnframt lífsgæði íbúa höfuðborgarsvæðisins enda margsannað að græn svæði í og við byggð hafa góð áhrif á samfélag og umhverfi. Sem félagi í Skógræktarfélagi Reykjavíkur leggur þú þessu mikilvæga starfi lið. Jafnframt veitir félagsskírteinið afslátt hjá ýmsum fyrirtækjum og borgar árgjaldið sig því yfirleitt fljótt upp hjá þeim sem eru iðnir við ræktun.

Eftirtalin fyrirtæki veita félögum 10-15% staðgreiðsluafslátt gegn framvísun félagsskírteinis:

  • Garðheimar

  • Garðyrkjustöðin Kvistar

  • Gróðrastöðin Mörk

  • Gróðrastöðin Réttarhóll

  • Gróðrastöðin Þöll

  • MHG Verslun

  • Nátthagi garðplöntustöð

  • Ormsson

  • Sólskógar

Jafnframt fá félagsmenn 15% afslátt af vörum Skógræktarfélags Reykjavíkur svo sem af jólatrjám, eldivið, kurli og plönkum.

 

Fylltu út formið hér fyrir neðan og sendu það inn til þess að gerast félagi: