Laugardaginn 6.september stendur Skógræktarfélag Reykjavíkur fyrir sveppagöngu í Heiðmörk. Hefst hún í Furulundi kl. 13 og stendur í 2-3 klst. Það er Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands sem fræðir gesti göngunnar um matsveppi, eitursveppi og fungu skógarins almennt. Í upphafi göngunnar verður farið yfir það hvernig best er að safna sveppum til matar og ílok hennar kynntar aðferðir við hreinsun, geymslu og matreiðslu þeirra.
Sveppagangan er öllum opin og best er að koma undir það búinn að skríða um skógarbotninn með lítinn hníf og ílát, t.d. tágakörfu, undir sveppina.