Fréttir

Söguganga í Heiðmörk 15. júlí

Söguganga verður í Heiðmörk fimmtudaginn 15. júlí. Fjallað verður um sögu friðlandsins og aðdragandann að stofnun þess undir leiðsögn Kára Gylfasonar. Lagt verður upp frá Borgarstjóraplani í Heiðmörk klukkan 18.

 

Ljósmyndir frá sögu Heiðmerkur, sem vísað verður til í göngunni, er hægt að nálgast hér.

 

Ferðafélag Íslands og Skógræktarfélag Reykjavíkur gangast fyrir fjórum skógargöngum í sumar – þremur í Heiðmörk og þeirri fjórðu í Rauðavatnsstöðinni. Fararstjórar eru Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, og Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.

 

Skógargöngurnar eru í léttara lagi, tveggja til þriggja klukkutíma langar. Fimmtudaginn 19. ágúst verður gengið frá Vífilsstaðahlíð. Fimmtudaginn 16. september verður afmælisgangan um Rauðavatnsstöðina, með leiðsögn Jóns Geirs Péturssonar. Tilefnið er að í haust verða 120 ár liðin frá því að Skógræktarfélag Reykjavíkur var fyrst stofnað, til að kaupa landskika við Rauðavatn og rækta þar skóg.

 

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.