Gönguleiðin við Þverfellshorn í Esjunni hefur verið löguð eftir skemmdir í jarðskjálftum.
Í jarðskjálftum síðustu daga varð nokkuð grjóthrun efst í Esjunni, líkt og víðar víðar á suðvesturhorni landsins. Grjótið féll meðal annars á keðjur, sem settar voru upp síðasta sumar til að bæta öryggi ferðafólks við Þverfellshorn. Keðjurnar hafa nú verið færðar og settar upp á ný, svo að leiðin er aftur orðin nokkuð örugg.
Göngufólki er þó bent á að alltaf getur orðið hrun í jarðskjálftum og rétt að vera sérstaklega á verði nú þegar eldsumbrot standa yfir. Félagið hvetur fólk til að fylgjast vel með og fara eftir tilmælum Veðurstofunnar og Almannavarna. Fólki hefur til að mynda verið bent á að fara varlega í og undir bröttum hlíðum og að forðast svæði þar sem grjót getur hrunið.
Keðjurnar við Þverfellshorn voru settar upp síðasta sumar. Framkvæmdirnar voru hluti ráðstafana til að bæta öryggi ferðamanna við Þverfellshorn, og fékk Skógræktarfélag Reykjavíkur styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til verksins. Á Þverfellshorni er klettabelti og algengt að fólk fari eftir syllum í beltinu, þar sem mikið getur verið af lausu grjóti. Með framkvæmdunum var umferð beint á skilgreinda og vel hreinsaða leið og keðjur settar upp á hluta leiðarinnar.