Fréttir

Jólaskógurinn á Hólmsheiði opnar

Um helgina opnar Jólaskógurinn á Hólmsheiði og verður hann opinn allar helgar fram að jólum kl. 11-16. Í Jólaskóginum er hægt að höggva sitt eigið jólatré og gæða sér á skógarkaffi, kakói og kruðeríi. Gestir geta fengið sagir á staðnum, sem sótthreinsaðar eru á milli gesta, en þeir sem geta eru hvattir til að taka með sér sína eigin sög. Það er orðin hefð hjá mörgum að heimsækja Jólaskóginn enda óbrigðul leið til að komast í jólaskap.

 

 

Jólamarkaðurinn við Elliðavatnsbæ verður einnig opinn allar helgar fram að jólum, kl. 12-17. Síðustu dagana fyrir jól verður svo jólatrjáasala á Lækjartorgi. Nánari upplýsingar má finna hér.