Fyrsta opnunarhelgi Jólaskógarins á Hólmsheiði er nú, aðra helgina í aðventu.
Í Jólaskóginum á Hólmsheiði er hægt að höggva sitt eigið jólatré. Sannkölluð jólastemmning ríkir í skóginum. Hægt er að kaupa rjúkandi ketilkaffi, heitt kakó og smákökur á staðnum. Auk þess verða jólasveinar á ferli í skóginum. Íslensk jólatré eru vistvæn og sjálfbær. Þau eru ræktuð án eiturefna og eru ekki flutt á milli landa og hafa því mun minna kolefnisspor en innflutt tré. Fyrir hvert tré sem höggvið er, gróðursetur Skógræktarfélag Reykjavíkur 50 trjáplöntur.
Opið verður frá 11:00 til 16:00, helgarnar
3. – 4. desember
10. – 11. desember
17. – 18. desember.
Verðskrá fyrir jólatré má nálgast hér. Félagsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur fá 15% afslátt af jólatrjám.
Leiðarlýsing er hér og á myndinni að neðan. Leiðin er einstefna – ekið er í skóginn frá hringtorgi við Norðlingaholt og um Mjódalsveg. Úr skóginum er ekin hringleið út á Suðurlandsveg eins og kortið sýnir, í stað þess að snúa við og fara sömu leið til baka.