Fréttir

Jólamarkaðurinn í Heiðmörk opnar um helgina

Jólamarkaðurinn í Heiðmörk opnar nú um helgina. Sú skemmtilega hefð hefur skapast að sönghópur úr Norðlingaskóla syngi jólalög við opnun markaðirins. Jólamarkaðurinn er haldinn af Skógræktarfélagi Reykjavíkur allar aðventuhelgar og fer fram við Elliðavatnsbæinn (sjá hér). Ljúf og notaleg stemmning er ríkjandi á markaðnum og er ljúfur söngur sannarlega mikilvægur hluti þess.

 

Jólamarkaðurinn opnar laugardaginn 27. nóvember kl. 12 og hálftíma síðar mun söngurinn hefjast. Við hvetjum íbúa Norðlingaholts til að heimsækja okkur og njóta aðventunnar í Heiðmörk.

 

Dagskrá fyrsta opnunardaginn:

Kl. 12.00 Jólamarkaðurinn í Heiðmörk opnar, jólaskraut Védísar Jónsdóttur á Jólamarkaðstrénu opinberað.

Kl. 12.30 Sönghópur úr Norðlingaskóla syngur nokkur lög.

Kl. 13.00 Upplestur – Þórarinn Leifsson les úr bókinni: Út að drepa túrista í Rjóðrinu.

Kl. 14.00 Barnastund – Sigrún Eldjárn les úr bókinni: Rauð viðvörun! Jólin eru á leiðinni í Rjóðrinu.

Kl. 12 – 17 Jólatrjáasala og kaffi / kakó sala Skógræktarfélags Reykjavíkur.

 

Handverksmarkaður í Elliðavatnsbænum. Söluaðilar þessa helgi eru: Andrína – SA silfur & síld – Boggi & Rósa – Kirkjuland – Englar & list – Fengr – Bývaxkerti – Hraundís – Charma – Sauðagull – Blóm & fiðrildi – Auður allt árið og Petra popup – Félag trérennismiða.

 

Jólamarkaðurinn verður opinn allar aðventuhelgar, laugardag og sunnudag frá 12:00 til 17:00. Notaleg stemmning verður í Rjóðrinu þar sem rithöfundar lesa úr verkum sínum klukkan 13:00 og barnabókahöfundar lesa úr verkum sínum klukkan 14:00.

 

Jólaskógurinn á Hólmsheiði opnar um næstu helgi. Þá verður félagið með jólatrjáasölu á Lækjartorgi 18. til 23. desember.

 

Á heimasíðu okkar eru nánari upplýsingar um Jólamarkaðinn í Heiðmörk, Jólaskóginn á Hólmsheiði og jólatrjáasölu félagsins á Lækjartorgi. Sjá hér.

 

Hlökkum til jólastemmningarinnar í Heiðmörk!