Ráðhúshlynurinn, Álmurinn við Túngötuna og víðirinn í Fógetagarðinum. Þetta eru nokkur þeirra merkilegu trjáa í Reykjavík sem hlotið hafa sérstakar viðurkenningar, sem Borgartré ársins eða Tré ársins.
Í sumar heilsuðum við upp á nokkur af þessum trjám og tókum myndir. Mörgum þeirra hefur vegnað vel undanfarin ár. En því miður er víða þrengt að trjágróðri í borginni — líka trjám sem eru stórglæsileg og eiga sér merkilega sögu.
Borgartré ársins var tilnefnt í Reykjavík á árunum 2010-2014, í samstarfi Reykjavíkurborgar og Skógræktarfélags Reykjavíkur. Tré ársins hefur verið útnefnt af Skógræktarfélagi Íslands frá og með árinu 1989.
Lista yfir Borgartré ársins, Tré ársins í Reykjavík, og Tré mánaðarins, sem Skógræktarfélag Reykjavíkur útnefndi 2009, má neðst á þessari síðu.
Borgartré ársins 2010
Borgartré ársins 2012
Borgartré ársins 2014
Tré ársins 1994
Tré ársins 1999
Borgartré árins (2010-2014)
Útnefningin var samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Skógræktarfélags Reykjavíkur.
2010 Silfurreynir (Sorbus intermedia) í Víkurgarði á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis.
2011 80 ára gamalt Evrópulerki í Hólavallagarði.
2012 Gljávíðir í garði Hressingarskálans. Gróðursettur 1900.
2013 Ilmbjörk í garði Ásmundarsafns.
2014 Garðahlynur við Laufásveg 49-51.
Tré ársins í Reykjavík
Skógræktarfélag Íslands hefur útnefnt Tré ársins árlega frá og með árinu 1989.
1994 Garðahlynur (Acer pseudoplatanus L.) við Suðurgötu.
1999 Álmur (Ulmus glabra) við Túngötu, framan við húsið Túngötu 6.
2016 Alaskaösp (Populus balsamifera ssp. trichocarpa) að garðastræti 11a (Hákoti) í Reykjavík.
2019 Rauðgreni (Picea abies) í Elliðaárhólma
2021 Heggur (Prunus padus) í gömlu gróðrarstöðinni við Rauðavatn í Reykjavík.
Tré mánaðarins
Útnefnt af Skógræktarfélagi Reykjavíkur mánaðarlega árið 2009. Umfjöllun hér.
Janúar Garðahlynur (Acer pseudoplatanus) í garði við Bjarnarstíg 10.
Febrúar Fjallaþinur (Abies lasiocarpa) í garði við Melgerði 1
Mars Alaskaösp (Populus trichocarpa) í garði við Langholtsveg 158
Apríl Marþöll (Tsuga heterophylla) í Grasagarði Reykjavíkur
Maí Birki (Betula pubescens) í garði við Háteigsveg 36
Júní Gullregn í garði við Sólvallagötu 4
Júlí Silfurreynir (Sorbus intermedia) í garði við Skólavörðustíg 4ab
Ágúst Afbrigði körfuvíðis sem kallast þingvíðir (Salix viminalis L. ‘Þingvíðir’) við leikskólann Steinahlíð í Vogahverfinu í Reykjavík
September Reyniviður (Sorbus aucuparia) í garði við Vorsabæ 15 í Árbæjarhverfi
Október Skógarbeyki (Fagus sylvatica) í garði við Laufásveg 43
Nóvember Evrópulerki (Larix decidua) í garði við Brúnaveg 8
Desember Stafafura (Pinus contorta) sem vex við Hraunslóð skammt sunnan við Silungapoll í Heiðmörk