Á döfinni

Fyrsta Heiðmerkurhlaupið, laugardaginn 3. október

Laugardaginn 3. október kl 11:00 verður fyrsta Heiðmerkurhlaupið ræst. Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir hlaupinu í samstarfi við Náttúruhlaup í tilefni af 70 ára afmæli Heiðmerkur. Árið 1950 var Heiðmörk formlega vígð við hátíðlega athöfn eftir að bæjarstjórn Reykjavíkur hafði samþykkt að stofna friðland og útivistarsvæði fyrir Reykvíkinga. Á þeim 70 árum sem liðin eru, hefur Heiðmörk orðið eitt vinsælasta útivistarsvæðið á suðvesturhorni landsins, þökk sé samstarfi almennings og Skógræktarfélags Reykjavíkur. Nýlega var stígakerfið í Heiðmörk gert aðgengilegra með lita- og lengdarmerkingum. Hægt er að nálgast kort af Heiðmörk með merktum leiðum á heidmork.is/kort/.

Með Heiðmerkurhlaupinu viljum við bjóða bæði fastagestum og nýjum áhuga-hlaupurum að kynnast stígakerfinu og njóta þess að hlaupa í faðmi skógarins.

Í boði verða tvær vegalengdir 4 km (skemmtiskokk) og hinn vinsæli 12 km Ríkishringur. Hlaupið hefst við Borgarstjóraplan.

Viðburðurinn er auglýstur fyrirvara um að samfélagslegar aðstæður leyfi að hann verði haldinn.

Þátttökugjald :

Skemmtiskokk 4 km: 2.000 kr

Ríkishringurinn 12 km : 4.000 kr

Innifalið í þátttökugjaldi er flögutímataka, brautarvarsla og hressing í lok hlaups.

Athugið að aðeins verða í boði 100 pláss í hvora vegalengd og skráning fer fram á hlaup.is.

Dagskrá :

11:00 : 12 km – Ríkishringur

Eftir hlaup verður boðið upp á kakó og ketilkaffi yfir varðeldi.

13:30 : Verðlaunaafhending fyrir fyrstu sætin og útdráttarverðlaun.

13:00 : 4 km skemmtiskokk – Guli hringurinn

Eftir hlaup verður boðið upp á kakó og ketilkaffi yfir varðeldi.

Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í Ríkishringnum í karla – og kvennaflokki, ásamt útdráttarverðlaunum. Í verðlaun verða jólatré frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur sem vinningshafar geta nálgast á hinum árlega jólamarkaði sem haldinn er við Elliðavatn aðventuhelgarnar fyrir jól.

Verðlaun Ríkishringur – Karlaflokkur

  • 1. Jólatré frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur að andvirði 20.000.

Auk þess fær sigurvegari skógarolíur frá Hraundísi. Hraundís er skógarbóndi sem hefur um árabil unnið ilmkjarnaolíur úr íslenskum skógum.

  • 2. Jólatré frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur að andvirði 16.000.

  • 3. Jólatré frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur að andvirði 9.000.

Verðlaun Ríkishringur – Kvennaflokkur

  • 1. Jólatré frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur að andvirði 20.000.

Auk þess fær sigurvegari skógarolíur frá Hraundísi. Hraundís er skógarbóndi sem hefur um árabil unnið ilmkjarnaolíur úr íslenskum skógum.

  • 2. Jólatré frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur að andvirði 16.000.

  • 3. Jólatré frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur að andvirði 9.000.

Útdráttarverðlaun fyrir Ríkishringinn.

  • Jólatré frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur að andvirði 20.000 ásamt eldiviðarbúnti.