Ný borð með áföstum bekkjum eru nú komin upp á nokkrum stöðum í Heiðmörk. Húsgögnin eru gerð úr sitkagreni úr Heiðmörk. Fangaverk, nánar tiltekið fangar sem vinna á trésmíðaverkstæðinu á Litla-Hrauni, smíðuðu borðin og bekkina fyrir Skógræktarfélag Reykjavíkur.
Nokkrum bekkjum hefur verið komið fyrir á völdum stöðum í Heiðmörk, svo að gestir friðlandsins geti fengið sér sæti og notið náttúrunnar.
Bekkir með borðum eru einnig til sölu í verslun félagsins í Smiðjunni nærri Elliðavatnsbænum.
2 thoughts on “Bekkir og borð frá Fangaverki”
Comments are closed.