Esjufréttir, Fréttir

Átta nýir vegvísar í Esjuhlíðum

Átta nýir vegvísar hafa verið settir upp í Esjuhlíðum. Vegvísarnir sýna vegalengdir og einnig hvaða stígar eru einungis ætlaðir gangandi fólki og hvaða stígar eru sérstakir fjallahjólastígar (MTB).

Vegvísarnir voru framleiddir í viðarvinnslu félagsins, úr timbri úr Heiðmörk.

Markvisst hefur verið unnið að því síðustu ár og áratugi að stækka útivistarsvæðin í Esjuhlíðum. Nýir stígar hafa verið lagðir fyrir ólíka útivistarhópa, og lagt upp með að sem flest geti notið fjölbreyttrar náttúru svæðisins. Vegir hafa verið bættir, nýtt bílastæði útbúið við Kollafjarðará, og í fyrra var bílastæðið við Mógilsátt bætt verulega. Þá var einnig nýtt æfingasvæði opnað, Esjugerði.

Starfsnemar félagsins. Osvaldo Borello frá Ítalíu (v), og Fanny Blode og Amy Pommeraud frá Frakklandi setja upp skilti í Esjuhlíðum, sumarið 2023.
Amy og Fanny setja upp vegvísi.
Stígur í Esjuhlíðum
Útsýnið úr Esjuhlíðum er ekki amalegt.
Esjugerði.