Ársskýrsla Skógræktarfélags Reykjavíkur 2023 er komin út.
Í ársskýrslunni er fjallað um starf félagsins á síðasta ári í máli og myndum. Fjallað er um viðburði, fræðslustarf og margskonar samstarfsverkefni. Þá eru í skýrslunni upplýsingar um gróðursetningar, svæði í umsjón félagsins, umhirðu þeirra og innviði fyrir útivist.
Ársskýrslan 2023 er aðgengileg hér á heidmork.is, líkt og ársskýrslur allt aftur til ársins 2004.
Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur er þriðjudaginn 23. apríl, klukkan 18, í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1.