Fréttir

4.000 rótarskot gróðursett við Hnífhól

Um 4.000 rótarskot voru gróðursett í Heiðmörk nýlega. Trjáplönturnar voru gróðursettar í nágrenni Hnífhóls, við svæðið þar sem gróðureldar ollu talsverðum skemmdum í vor.
Björgunarsveitafólk og sjálfboðaliðar frá Skógræktarfélagi Íslands og Skógræktarfélagi Reykjavíkur sáu um gróðursetninguna. Notast var við snjóbíla til að flytja plöntur og mannskap að gróðursetningarsvæðinu. Uppgræðslan kallaðist þannig fallega á við slökkvistarfið í vor, þegar björgunarsveitir voru kallaðar út til að aðstoða slökkvilið við að ná tökum á gróðureldunum. Þá var einnig notast við snjóbíla til að flytja þungan búnað og þreyttan mannskap sem barðist við gróðureldana.
Fjallað var um gróðureldana, m.a. hér og hér.
Snjóbíll var notaður til að flytja trjáplöntur og fólk. Mynd: Sigurður Ólafur Sigurðsson.

Björgunarsveitafólk gróðursetur rótarskot í Heiðmörk, í október 2021. Mynd: Sigurður Ólafur Sigurðsson.

Björgunarsveitafólk gróðursetur rótarskot í Heiðmörk, í október 2021. Mynd: Sigurður Ólafur Sigurðsson.