TRÉ DESEMBERMÁNAÐAR
Tré mánaðarins í desember er stafafura (Pinus contorta) sem vex við Hraunslóð skammt sunnan við Silungapoll í Heiðmörk. Tréð vex í jaðri stafafurulundar og er 10,7 metrar á hæð. Ummál í 1,3 m hæð frá jörðu er 84 sm. Stafafuran hefur mikið verið höggvin sem jólatré á seinni árum og nýtur hún vaxandi vinsælda landsmanna…