Tré októbermánaðar – Beyki
Tré mánaðarins er skógarbeyki (Fagus sylvatica) í garði við Laufásveg 43. Jón Eiríksson steinsmiður byggði húsið árið 1901. Það er einingahús sem flutt var inn frá Noregi í svonefndum sveitserstíl, sem er byggingastíll timburhúsa sem ríkjandi var í Evrópu seinnihluta 19. aldar og vel fram á 20. öldina. Árið 1916 eignuðust Sigríður Halldórsdóttir og Vigfús…