Fréttir

Wiehag leggur hönd á plóg

wiehag_25_9_-08

Skógræktarfélagið fær af og til óskir frá fyrirtækjum og hópum um
að leggja skógræktinni lið með því að gróðursetja á völdum
stöðum á umráðasvæðum félagsins. 25. september síðastliðinn komu starfsmenn
hins austurríska Wiehag, sem starfar á sviði timburiðnaðar, í hvataferð
hingað til lands og var einn liður í ferðinni að gróðursetja stálpuð tré í
Esjuhlíðum. Ólafur Eggertsson starfsmaður Rannsóknarstöðvarinnar á Mógilsá flutti stutt erindi um sögu skógræktar í landinu og framtíðarhorfur, en að því loknu fékk hver starfsmaður skóflu og gróðursetti furu, greni og reyni í bakka við  Kollafjarðarána norðan við Langamel. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri. Kann félagið Wiehag bestu þakkir fyrir að leggja hönd á plóg við að klæða Esjuhlíðar skógi.