Skógræktarfélag Reykjavíkur efndi til samstarfs við vöruhönnunardeild Listaháskóla Íslands annað árið í röð. Unnu þriðja árs nemar í vöruhönnun unnu verkefni úr efnivið úr skóginum í Heiðmörk, á þriggja mánaða tímabili. Starfsmenn Skógræktarfélagsins höfðu afskaplega gaman af því að hafa skapandi og frjóa heimalninga sem unnu ótrúlega skemmtilegar vörur úr skóginum.
Verkefnið nefnist Wood-you og var sýnt á nýliðnum Hönnunarmars. Nánar má kynna sér verkefnið á heimasíðu þess – www.wood-you.com.