Fréttir

Vor í viðarvinnslunni: Opið hús, tilboðsverð og sumargjöf til félagsmanna

Föstudaginn 24. maí verður opið hús í viðarverslun Skógræktarfélags Reykjavíkur á milli 14.00 til 18.00.

Gæðatimbur, eldiviður, kurl og fleiri skógarafurðir frá grisjun vetrarins. Við hlökkum til að kynna starfsemi og afurðir viðarvinnslunnar fyrir félagsmönnum og öðrum velunnurum félagsins. Viðarvinnslan og verslun félagsins eru í Smiðjunni, Þingnesvegi 5, rétt við Elliðavatnsbæ.

  • Starfsmenn félagsins verða á staðnum, segja frá viðarvinnslunni og að  bjóða upp á fræðslu og ráðleggingar.
  • Tilboðsverð á ákveðnum tegundum borðviðar og öðrum vörum sem eru til í takmörkuðu magni.
  • Eldiviður á 20% afslætti.
  • Félagsmenn í Skógræktarfélagi Reykjavíkur fá eins og alltaf 15% afslátt af öllum vörum sem leggst ofan á tilboðsverð.
  • Sumargjöf til félagsmanna meðan birgðir endast: Skurðarbretti, unnin í samstarfi við trésmíðaverkstæðið á Litla-Hrauni. Hafið með ykkur félagsskírteini. Til að endurnýja/ hlaða niður má hafa samband á [email protected].
Skurðarbretti frá Fangaverki – trésmíðaverkstæðinu á Litla-Hrauni.
Viðarplattar. Mikið var spurt eftir þeim vorið 2024 og þá var bara að verða við þeim óskum.
Inniþurr borðviður.
Eldiviður.

Sjáfbærar afurðir úr nærumhverfinu.

Viðarvinnsla og viðarverslun Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk er liður í að nýta afurðir skóglendisins á sjálfbæran hátt og skapa vistvænt hráefni. Um leið styður félagið við þróun innlendrar viðarvinnslu. Íslenskir skógar eru í örum vexti og mikilvægt að þessi nýja auðlind verði nýtt á arðbæran og sjálfbæran hátt. Í Heiðmörk hófst skógrækt og landgræðsla árið 1949. Skógurinn hefur dafnað vel og grisjun nauðsynleg fyrir heilbrigði hans og vöxt. Við grisjunina verða til verðmætar viðarafurðir – allt frá inniþurrum borðvið til girðingarstaura, platta og eldiviðar.

Með því að versla við Skógræktarfélag Reykjavíkur, styður þú frjáls félagasamtök sem vinna að skógrækt, fræðslu, útivist og sjálfbærri nýtingu skógarafurða.

Það er nokkuð stór þvermálið á þessum bol sem var sagaður í viðarvinnslunni.
Á þessu viðarborði sést hvernig tréð hefur verið kvistað og það síðan lokað sárinu og vaxið áfram.