Fréttir

Vilhjálmur Sigtryggsson — minningarorð

Vilhjálmur Sigtryggsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, lést 8. desember. Hann verður jarðsunginn í dag, 20. desember, frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði.

Vilhjálmur starfaði fyrir félagið í rúma fjóra áratugi, frá 1953 til 1996, þar af sem framkvæmdastjóri félagsins í rúman aldarfjórðung. Eftir að hann lét af störfum, hélt Vilhjálmur áfram að leggja sitt að mörkum til skógræktar og skógarmenningar. Til að mynda með bekk sem smíðaður var af tilefni níræðisafmælis hans, 2021, og komið fyrir við Skógarhlíðarkrika í Heiðmörk.

Auður Kjartansdóttir, núverandi framkvæmdastjóri félagsins, skrifaði þessi minningarorð fyrir hönd félagsins.

Vilhjálmur Sigtryggsson var framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur frá 1969 til 1996.  Vilhjálmur vann ötult og mikið starf á blómlegum tíma í sögu félagsins. Fossvogsstöðin sem var í eigu Skógræktarfélags Reykjavíkur var ein helsta ræktunarstöð landsins, þar sem framleidd  voru tré til skógræktar, fyrir útivistarsvæði eins og Öskjuhlíð, Elliðaárdal, Breiðholt, Heiðmörk og Hólmsheiði. Vilhjálmur leiddi það starf ásamt mörgu góðu fólki sem kom að starfinu. Í dag njótum við höfuðborgarbúar góðs af því mikla starfi sem unnið var í tíð Vilhjálms Sigtryggssonar. Ég votta fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur.

Frá Yggdrasils aski að örsmæsta tré
Vér ætlum að trjálífið hugumkært sé.
Hvað elskarðu’ náttúru, ef elskarðu’ ei skóg
Með ilmgróðri, fuglaklíf og himneskir ró?
..
Það hugarþel góða, sem hingað dró þig,
Af hjarta vér þökkum við skilaðar stig,
Og fræðslu með hugsjón, að heft verði grand
Og hækkandi markmið, að ”klæða vort land”.
..
(Steingrímur Thorsteinsson, fyrsti formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, orti árið 1904)

Vigdís Finnbogadóttir, Vilhjálmur Sigtryggsson og Þorvaldur Þorvaldsson.
Vilhjálmur og Davíð Oddsson, þá borgarstjóri, gróðursetja grenitré.
Vilhjálmur Sigtryggsson, Ólafur Sæmundsen og Reynir A. Sveinsson.
Vilhjálmur ásamt börnum sínum, Ingunni Björk, Bergljótu og Vilhjálmi.
Vilhjálmur ásamt Jóhannesi Benediktssyni, formanni Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Vilhjálmur og Auður Kjartansdóttir, núverandi framkvæmdastjóri félagsins.
Bekkurinn er í rjóðri í Ferðafélagsreitnum við Skógarhlíðarkrika.