Aðeins tekur um fimmtán mínútur að keyra úr miðbæ Reykjavíkur að Elliðavatnsbænum. Stysta leiðin liggur frá Suðurlandsvegi og um Rauðhóla. Farið er yfir brúna sem liggur milli Elliðavatns og Helluvatns, og beygt til hægri fljótlega eftir það. Elliðavatnsbærinn er við enda þess vegarspotta. Áður en komið er að bænum, er stuttur vegspotti á vinstri hönd, sem liggur að Smiðjunni. Í Smiðjunni er meðal annars viðarverslun Skógræktarfélags Reykjavíkur.