Nemendur Landbúnaðarháskólans í Skógfræði / Umhverfisdeild –Umhverfisskipulag, unnu á síðustu haustönn verkefni undir heitinu “Hönnun ogræktun útivistarskóga”, og einblíndu á Hjalladal í Heiðmörk. Það var Hallgrímur Indriðason kennari sem leiddi hópinn og komu þau í vettvangskönnun tvisvar sinnum í Heiðmörkina síðast liðið haust. Hallgrímur afhenti SkógræktarfélagiReykjavíkur verkefni nemendanna í gær.
Í þessu verkefni voru gerðar tillögur að auknu útivistargildi Hjallaflata í Heiðmörk. Markmiðið með tillögunum var að gera svæðið eftirsóknarverðara fyrir fjölskyldur, félagshópa, hestamenn oggöngufólk, á fæti eða skíðum. Til að ná þessum markmiðum fannst hópnum að bæta þyrfti aðstöðu og þjónustu innan svæðisins, skipta svæðinu í minni rými eftir notkun, efla rýmiskennd og skjól með trjágróðri og bæta þann gróður sem fyrir er. Hönnunin hefur í för með sér að nauðsynlegt verður að leggja rafmagn og vatn inn á svæðið. Helstu svæðin yrðu útivistarskógur með rjóðrum, dagsvæði, tjaldsvæði, áning fyrir hestamenn og bætt bílastæði. Til stuðnings við svæðin yrðu sett upp grillhús, þjónustuhús, leiktæki, salernisaðstaða,upplýsingaskilti, hestagerði og göngustígar. Lýsing yrði sett við bílastæði og aðalgöngustíg.
Skógræktarfélag Reykjavíkur þakkar hópnum góða og skemmtilega vinnu. Vonandi verða margar að þessum góðu hugmyndum að veruleika í framtíðinni.