Hátt á annað hundrað manns komu í Furulund í sveppatínslu í þurru og góðu veðri í dag, tíndu sveppi og nutu góðs af leiðbeiningum Ásu Margrétar Ásgrímsdóttur. Hún sagði ótrúlega margar tegundir sveppa í Heiðmörk og marga vel æta. Líklega er rauðhetta fundin nú í fyrsta sinn hjá okkur, þá er slímgumpur algengasta tegundin þessa dagana. Á myndinni má sjá fjórar kynslóðir í Furulundi með góðan afrakstur tínslunnar.
Velheppnuð sveppatínsla
05 sep
2009