Fréttir

Vel heppnuð sveppaganga

Sveppaganga ársins var farin 6. september síðastliðinn og var það Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands á Akureyri sem sá um leiðsögnina. Um 70 manns mættu í Furulund og fengu fræðslu um fungu skógarins og svepparíkið. Mikið er um sveppi í nágrenni við Furulund eins og víðast hvar í Heiðmörkinni og komu margir með fullar körfur úr sinni skógargöngu og nutu aðstoðar Guðríðar Gyðu við greininguna. Taldi hún fleiri tugi tegunda, en algengastir voru eftirfarandi sem allir mynda svepparót með trjám:

-Furusveppur ( Suillus luteus)

-Kúalubbi (Leccinum scabrum)

-Ilmglætir (Lactarius glyciosmus)

-Loðglætir (Lactarius torminosus)

-Slímstautull (Gomphidius glutinosus)

-Skálhnefla  (Russula delica)

-Grænhnefla (Russula aeruginea)

sveppir_-3_1

Hér er tengill inn á plöntuvefsjá á heimasíðu NÍ þar sem má nálgast nánari upplýsingar um fáeinar tegundir og myndir.

Einnig geta áhugasamir haft beint samband við Dr. Guðríði Gyðu Eyjólfdóttur